Fara í efni

Salmonella í svínum

Allar tölur í mælaborði eru birtar með fyrirvara um villur. Ef mismunur er á tölum í mælaborði og birtum tölum í ársskýrslu gilda tölur í ársskýrslu.

Eftirlit með salmonellu í svínarækt

Eftirlit með salmonellu í svínum fer samkvæmt landsáætlun um varnir og viðbrögð við salmonellu í svínarækt og afurðum svína:

Eftirlit með salmonellu í svínarækt er með þrennum hætti:

  1. Kjötsafasýni - Fylgst er með mótefnum gegn salmonellu í kjötsafa allt árið. Mótefni myndast í flestum tilvikum gegn salmonellu í svínum þegar þau verða fyrir smiti. Með því að mæla styrk mótefna í kjötsafa allt árið um kring má fylgjast með breytingum í magni þeirra og meta hvort smitálag salmonellu á svínabúunum sé hverfandi, lítið eða mikið.
  2. Stroksýni - Leitað er að salmonellu á yfirborði svínaskrokka við hverja slátrun. Við flutning svína í sláturhús, við bið þeirra í sláturrétt eða við slátrunina, geta þau smitast og skrokkarnir mengast af salmonellu. Svín sem eru laus við smit geta mengast með þessum hætti. Svín sem bera í sér salmonellu geta mengað flutningstæki, sláturhús og aðra skrokka. Því er nauðsynlegt að fylgjast með yfirborðsmengun skrokka til þess að koma í veg fyrir eins og kostur er, að mengað svínakjöt fari á markað.
  3. Saursýni - Til að greina hvaða sermisgerðir salmonellu eru að finna á viðkomandi búi. Að öllu jöfnu eru ekki tekin saursýni. Ef miklar breytingar eiga sér stað t.d. í móefnamælingu (titer) á kjötsafa, gæti verið ástæða til frekari rannsókna á sermisgerðum sem eru til staðar á búunum. Þá getur verið mikilvægt er að fá vitneskju um sermisgerðirnar og lyfjanæmi þeirra, því sumar eru meinvirkari en aðrar. Vitneskja um sermisgerðirnar eru einnig mikilvægar þegar rekja þarf smitið og getur þá þurft að greina erfðaefni þeirra í því samhengi.

Ítarefni

Uppfært 10.01.2023
Getum við bætt efni síðunnar?