Fara í efni

Næringaryfirlýsing

Lögboðin næringaryfirlýsing

Reglugerð Evrópusambandsins (ESB) nr. 1169/2011 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda hefur verið innleidd hér á landi með íslenskri reglugerð nr. 1294/2014. Í 9. grein Evrópureglugerðarinnar kemur fram að skylt er að tilgreina næringaryfirlýsingu fyrir matvæli, en í 44. grein kemur fram að það er ekki skylt fyrir óforpökkuð matvæli, nema landsreglur séu settar um það. Slíkar reglur hafa ekki verið settar hér á landi og því nær þessi skylda eingöngu til forpakkaðra matvæla. Greinar 29. – 35. og viðaukar I, V, XIII, XIV og XV fjalla sérstaklega um næringaryfirlýsingar. Í 16. grein kemur fram að matvæli sem talin eru upp í V. viðauka og áfengir drykkir (>1,2% alkóhól) eru undanþegin skyldu um næringaryfirlýsingu.

Hvað á að koma fram í næringaryfirlýsingu?

Í næringaryfirlýsingu á forpökkuðum matvælum verða öll eftirfarandi (skyldu)atriði og magn þeirra að koma fram og í þessari röð:

Næringaryfirlýsing 

Þetta á að koma á einum stað og í töfluformi með tölugildin í lóðréttri röð. Ef ekki er pláss fyrir töflu má þetta vera á línulegu formi.

Hvað má koma fram til viðbótar í næringaryfirlýsingu?

Eftirfarandi atriði, eitt eða fleiri (og engin önnur) mega koma fram til viðbótar: Einómettaðar fitusýrur, fjölómettaðar fitusýrur, fjölalkóhól, sterkja, trefjar, vítamín og steinefni sem eru í marktæku magni. Ekki er leyfilegt að merkja omega-3 fitusýrur í næringaryfirlýsingu.

Næringaryfirlysing

Næringaryfirlýsingar fyrir íblönduð matvæli

Reglugerðin krefst þess að öll matvæli sem falla undir reglugerðina, þ.e.a.s. þar sem vítamínum og steinefnum og öðrum efnum hefur verið bætt í, skal merkja með næringargildi. Merkingin skal vera í samræmi við 30. gr. mgr. 1 og skv. framsetningu sem er gefin upp í XV. viðauka reglugerðarinnar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1169/2011 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. Jafnframt skal merkja heildarmagn vítamína og/eða steinefna eftir íblöndunina, sbr. 30. gr. mgr. 2 og einnig sem hundraðshluti af næringarviðmiðunargildi (NV), sbr. 32. gr. mgr. 3.

Næringargildistaflan skal innihalda heildarmagn vítamína og/eða steinefna eftir íblöndunina, þ.e. ásamt þeim vítamínum og steinefnum sem eru náttúrulega til staðar í matvælunum. Við merkingu vítamína og steinefna skulu þau merkt í þeim einingum sem fram koma í XIII. viðauka EBS reglugerðar nr. 1169/2011. 

Við merkingu, kynningu eða auglýsingu á matvælum þar sem vítamínum og steinefnum hefur verið blandað í gildir auk þess að hún má ekki:

  • gefa í skyn að nægilegt magn næringarefna fáist ekki úr rétt samsettri og fjölbreyttri fæðu.
  • villa um fyrir neytendum eða blekkja þá að því er varðar næringarlegt gildi matvælanna vegna íblöndunar þessara næringarefna.

Ef stjórnandi matvælafyrirtækis óskar eftir því að fullyrða um íblöndun (t.d. “inniheldur C-vítamín” eða “C-vítamínrík”), þ.e. að tilgreina sérstaklega að matvæli eða matvara hefur verið blönduð með vítamínum og/eða steinefnum, þarf hann að sjá til þess að fylgt verði kröfum og skilyrðum reglugerðar nr. 406/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1924/2006 um næringar- og heilsufullyrðingar er varða matvæli.

Næringaryfirlýsingar fyrir fæðubótarefni

Samkvæmt 29. gr. reglugerðar ESB nr. 1169/2011 gildir ákvæði um næringaryfirlýsing ekki um fæðubótarefni. Þetta er vegna eðlis fæðubótaefna enda þau innihalda yfirleitt engan orku, prótín og/eða fitu heldur oft einstök efni í háu magni. 

Fæðubótarefni skulu merkja því með tölugildum þess magns vítamína, steinefna og/eða annarra efna sem hafa næringar- eða lífeðlisfræðileg áhrif eins og þau eru tilbúin til notkunar og markaðssett.

  • Fyrir vítamín og steinefni skal nota eingöngu þær einingar sem koma fram í viðauka 1  eins og við á.
  • Fyrir önnur efni sem hafa næringar- eða lífeðlisfræðileg áhrif skal nota míkrógrömm (µg), milligrömm (mg) eða grömm (g) eins og við á.
  • Uppgefið magn vítamína og steinefna skal vera það magn sem gefið er upp á merkimiða sem ráðlagður daglegur neysluskammtur.
  • Magn vítamína og steinefna skal einnig gefið upp sem hlutfall (%) af ráðlögðum dagskammti  eins og við á skv. XIII. viðauka EBS reglugerðar nr. 1169/2011 reglugerðar nr. 1169/2011 og VII. viðauka reglugerðar ESB nr. 2016/127.

Athuga þarf að uppgefin gildi skulu vera meðalgildi og ýmist vera byggð á efnagreiningu á matvælunum eða útreikningum á meðalgildum fyrir innihaldsefni matvælanna eða útreikningum á öðrum staðfestum og viðurkenndum gögnum eins og kveðið er á um í reglugerð nr. 1169/2011.

 Ítarefni

Uppfært 16.08.2022
Getum við bætt efni síðunnar?