Fara í efni

Önnur efni í fæðubótarefnum

Þó að algengt sé að fæðubótarefni innihaldi vítamín og/eða steinefni eru einnig til fjölmörg fæðubótarefni sem innihalda önnur efni sem ætlað er að hafa næringar- eða lífeðlisfræðileg áhrif.  „Önnur efni“ eru þannig öll efni, önnur en vítamín og steinefni, sem ætlað er að hafa næringar- eða lífeðlisfræðilega virkni.

  • Dæmi um slík efni eru kreatín, karnitín, koffín, stakar fitusýrur, amínósýrur, gerlar, jurtir og jurtaútdrættir (extract), ensím og ýmislegt fleira.

Löggjöf varðandi „önnur efni“ er ekki að fullu samræmd í Evrópu. Ekki eru til samevrópskir listar yfir hvaða efni er leyfilegt að nota í fæðubótarefni, fyrir utan vítamín og steinefni. Því gilda mismunandi reglur í hverju landi hvað þetta varðar. Þó eru vissir þættir (reglugerðir) sem eru samræmdir þ.e. hvað varðar nýfæði og bönnuð efni skv. reglugerð ESB nr. 1925/2006 (IS 327/2010).

Á Íslandi er heldur ekki til ein sérstök reglugerð um leyfileg "önnur efni" eða tæmandi listar yfir það sem er leyfilegt eða óleyfilegt.  Þó gilda ákveðnar reglur. Þegar s.k. "önnur efni" í fæðubótarefnum eru skoðuð með tilliti til lögmætis þarf að skoða hvort efnið er lyf, hvort það er nýfæði, hvort það er bannað samkvæmt reglugerð og hvort það er öruggt.  Eftirfarandi spurningatré má nota þegar lögmæti efna í fæðubótarefnum er skoðað:

spurningatre-onnur efni

Efni skilgreind sem lyf

Samkvæmt 11. grein laga um matvæli nr. 93/1995 er óheimilt að flytja til landsins eða markaðssetja matvæli, þ.m.t. fæðubótarefni, sem innihalda lyf samkvæmt skilgreiningu lyfjalaga. Leiki vafi á því hvort einstök efnasambönd teljist lyf sker Lyfjastofnun úr.

  • Lyfjastofnun hefur það hlutverk skv. lögum að skera úr um hvort einstök efni eða efnasambönd teljist lyf leiki á því vafi.

Óheimilt er við markaðssetningu fæðubótarefna, að ætla þeim eiginleika lyfs. Ef Matvælastofnun telur að matvæli/fæðubótarefni gæti innihaldið lyfjavirk efni þá er það Lyfjastofnunar að skera úr um það með flokkun vörunnar. Matvælastofnun álítur óheimilt að markaðssetja fæðubótarefni með innihaldsefnum sem Lyfjastofnun flokkar sem lyf skv. skilgreining lyfjalaga. Meira um flokkun undir Lyfjastofnun.

Það er nokkuð algengt að fæðubótarefni frá öðrum löndum innihaldi efni sem eru skilgreind sem lyf á Íslandi. Dæmi um slíkt eru efnin:

  • Glúkósamín yfir 1178 mg/dag
  • Melatónín yfir 1 mg/dag
  • CBD (kannabídíól)

Nýfæði í fæðubótarefnum

Mörg efni og jurtir sem notuð eru í fæðubótarefni eru skilgreind sem nýfæði. Ef efni/jurt er skilgreint sem nýfæði þarf leyfi fyrir notkun þess áður en það er markaðssett. Nánari upplýsingar um skilgreininguna á nýfæði og leyfisveitingaferli má finna á upplýsingasíðu um nýfæði.

Listi yfir óleyfilegt nýfæði í fæðubótarefnum

Listinn tekur saman efni og jurtir sem eru algeng í fæðubótarefnum og hafa verið skilgreind sem nýfæði en hafa ekki fengið leyfi sem slík. Notkun þeirra í fæðubótarefni (eða önnur matvæli) er því ekki leyfileg að svo stöddu. Listinn er ekki tæmandi en er ætlaður til leiðbeiningar og verður uppfærður eftir þörfum. Önnur efni kunna að vera í fæðubótarefnum sem eru óleyfilegt nýfæði. Nýfæðisskrá ESB inniheldur upplýsingar um stöðu fleiri efna/jurta, m.t.t. nýfæðislöggjafar.

Latneskt heiti / heiti efna Algengt heiti/samheiti
3,3'-Diindolylmethane DIM
4-hydroxy isoleucine  
5-hydroxytryptophan 5-htp
Agmatine (4-aminobutyl) guanidine sulfate Agmatine sulphate
Cannabidiol CBD
Berberine  
Epimedium brevicornum Maxim  
Epimedium grandiflorum Epimedium macranthum
Epimedium sagitattum  
Eurycoma longifolia Tongkat ali
Evodia lepta  
Hoodia gordonii Hoodia, Hoodia cactus
Indole-3-carbinol  
L-alpha-glycerylphosphorylcholine  
Methylliberine 2-Methoxy-1,7,9-trimethylpurine-6,8-dione
Nicotinamide mononucleotide NMN
N-Methyl-D-Aspartate  
Quercetin-zein  
Rauwolfia vomitoria  
Serratiopeptidase Serralysin

 

Bönnuð efni skv. reglugerð

Í viðauka í reglugerð ESB nr. 1925/2006, innleidd með reglugerð 327/21010, eru talin upp nokkur efni sem óheimilt er að nota í matvæli alfarið eða í tilteknu magni á öllu EES svæðinu. Listinn verður uppfærður verði breytingar á þeirri reglugerð.

Latneskt heiti / heiti efna Algengt heiti Athugasemd
Pausinystalia johimbe Yohimbe Bannað til notkunar í matvælum og fæðubótarefnum innan ESB,
Ephedra vulgaris Efedrín/Ma huang Bannað til notkunar í matvælum og fæðubótarefnum innan ESB,
Red yeast rice - Monacolin K yfir 3 mg/dag    

Öryggi efna í fæðubótarefnum

Þegar metið er hvort "önnur efni" í fæðubótarefnum séu leyfileg þarf að skoða hvort þau eru örugg til neyslu

Skv. lögum um matvæli (8. gr.a) er óheimilt að markaðssetja matvæli sem ekki eru örugg, þ.e. heilsuspillandi eða óhæf til neyslu.

Það er á ábyrgð matvælafyrirtækja sem framleiða/markaðssetja vöru að tryggja hún sé örugg til neyslu

Við ákvörðun um hvort matvæli séu örugg skal hafa hliðsjón í fyrsta lagi af því hvernig neytendur nota matvælin venjulega á hverju stigi framleiðslu og dreifingar og í öðru lagi af upplýsingum sem neytendum eru veittar, þ.m.t. upplýsingum á merkimiða, eða öðrum upplýsingum sem neytendur hafa almennt aðgang að, þar sem fram kemur hvernig þeir geti forðast tiltekin matvæli eða tiltekinn matvælaflokk sem getur haft skaðleg áhrif á heilsuna.

Við ákvörðun um hvort matvæli séu heilsuspillandi skal hafa hliðsjón í fyrsta lagi af líklegum, bráðum áhrifum og/eða skammtímaáhrifum og/eða langtímaáhrifum þessara matvæla á heilsu þeirra sem neyta þeirra og einnig á næstu kynslóðir, í öðru lagi líklegum, uppsöfnuðum eituráhrifum og í þriðja lagi sérstöku næmi ákveðins hóps neytenda fyrir tilteknum matvælum ef matvælin eru ætluð þeim hópi.

Tryggja þarf öryggi

Til þess að tryggja örugga notkun „annarra efna“ í matvælum hafa nokkur lönd ákveðið að setja eigin reglugerð um leyfileg efni og hámarksgildi. Þeirra á meðal eru Danmörk og Noregur. Til grundvallar sinni reglugerðasetningu hafa Danir og Norðmenn framkvæmt eigið áhættumat. Áhættumat Dana og Norðmanna byggjast að mestu á áhættumati EFSA (Matvælaöryggisstofnun Evrópu). Slík reglugerð hefur ekki verið sett á Íslandi. Við mat á því hvort og hvenær matvæli/fæðubótarefni geta talist örugg er hægt að byggja á gögnum og þekkingu sem til staðar er, þ.m.t. áhættumati sem unnið hefur verið. Hægt er að notast við áhættumat annarra stofnanna, ef ekki er til sambærilegt mat á Íslandi.

Leiðbeinandi listi yfir örugg efni

Matvælastofnun hefur tekið saman lista yfir efni í tilteknum magni sem stofnunin telur vera örugg til neyslu og samræmist því lögum um matvæli (8.gr.a.). Til grundvallar listans eru jákvæðir listar sem settir voru með reglugerð í Danmörk og Noregi. Önnur efni kunna að vera örugg en hafa ekki verið skoðuð hjá stofnuninni m.t.t. þess.

Þessi listi gildir um efni önnur en vítamín og steinefni og jurtir eða jurta- eða plöntuútdrætti (e. extracts). Þá gildir listinn ekki um efni ef þau eru notuð í öðrum tilgangi en til að hafa næringar- eða lífeðlisfræðileg áhrif t.d. sem aukefni eða bragðefni. Þá gildir þessi listi ekki um ensím eða gerla. Aðeins efni með hreinleika að lágmarki 50% eða með þéttleika (e. concentrated) 40 sinnum eða oftar eru með á listanum. Listi þessi verður endurskoðaður reglulega m.t.t. nýrra upplýsinga.

Heiti efnis á ensku CAS-Númer Hámarksmagn efnis í ráðlögðum dagskammti Athugasemd
Beta-alanine 107-95-9 2 g Sjá Áhættumat VKM um Beta-alanine
Docosahexaenoic acid (DHA) 6217-54-5 1300 mg
D-Ribose 50-69-1 6200 mg
Eicosapentaenoic acid (EPA) 10417-94-4 1800 mg
Caffeine 58-08-2 300 mg Sjá reglugerð nr. 453/2014
Coenzyme Q10 (Ubiquinone) 303-98-0 180 mg
Conjugated linoleic acids (CLA) 2420-56-6 og 121250-47-3 3,5 g
Creatine 57-00-1 og 6020-87-7 3 g
Curcumin 458-37-7 210 mg
L-Alanine 56-41-7 4,5 g
L-Arginine 74-79-3 og 1119-34-2 6 g
L-Citrulline 372-75-8 2 g
L-Cysteine 52-90-4 og 52-89-1 750 mg
L-Cystine 56-89-3 og 34760-60-6 750 mg
L-Phenylalanine 63-91-2 1000 mg Á ekki við DL-Phenylalanine
L-Glutamine 56-85-9 16,5 g
L-Glutamic acid 56-86-0 5,5 g
Glycine 56-40-6 650 mg
L-Histidine 71-00-1 og 645-35-2 600 mg
L-Isoleucine 73-32-5 og 17694-98-3 1,5 g
L-Carnitine 541-15-1 og 6645-46-1 2 g
L-Carnitine-L-Tartrate 36687-82-8 3 g
L-Leucine 61-90-5 og 760-84-9 1,3 g
L-Lysine 56-87-1 og 657-27-2 3 g
L-Methionine 63-68-3 210 mg
L-Proline 147-85-3 1,8 g
L-Serine 56-45-1 1,75 g
L-Threonine 72-19-5 2,4 g
L-Tryptophan 73-22-3 220 mg
L-Tyrosine 60-18-4 420 mg
L-Valine 72-18-4 1,5 g
Luteine 127-40-2 20 mg
Lycopene 502-65-8 15 mg
Piperine 94-62-2 1,75 mg
Taurine 107-35-7 1000 mg
D-glucurono-γ-lactone 32449-92-6 70 mg
Glutathion 70-18-8 300 mg
Inisitol 6917-35-7 2000 mg
Ubiquinol 992-78-9 100 mg
Uridine 58-96-8 300 mg
Quercentine 6151-25-3 28 mg
Zeaxanthine 144-68-3 2 mg

Leiðbeinandi listi yfir efni sem eru skaðleg

Á þessum lista eru tekin saman efni sem Matvælastofnun telur geta verið heilsuskaðleg og notkun þeirra uppfylli þannig ekki lög um matvæli (8.gr.a.).  Á listanum eru ekki efni sem eru bönnuð samkvæmt öðrum sérstökum reglum s.s. reglugerð um nýfæði eða reglugerð um íblöndun. Upplýsingar um þau efni eru undir viðeigandi flipum. Athugði að listinn er ekki tæmandi en inniheldur efni sem eru ekki talin örugg og eru eða hafa verið í fæðubótarefnum á markaði.  Listinn er lifandi og verður uppfærður eftir þörfum.

Latneskt heiti / heiti efna Algengt heiti Athugasemd
1,3-dimethylamylamine DMAA
4-methylhexan-2-amin
4-methyl-2-hexanamin

 

2,4-dínitrophenol/2,4- Dínítrófenól DNP

DNP er gult duft en er venjulega sett í töflu eða hylkisform áður en það er selt, venjulega á erlendum vefsíðum. Sérstaklega virðist efnið vera mjög útbreitt meðal fólks sem stundar vaxtarækt en einnig er markaðssett í grennandi tilgangi. DNP getur valdið alvarlegum aukaverkunum og hefur valdið dauðföll með inntöku jafnvel litlum skömmtum. Matvælastofnun telur DNP hættulegt efni. Frekari upplýsingar um það hérna

Yohimbine HCl  

 

Leiðbeinandi upplýsingar um jurtir og jurtaútdrætti

Jurtir og jurtaútdrættir eru algengir í fæðubótarefnum.  Notkun sumra jurta og jurtaútdrátta getur haft í för með sér hættu. Fjölmargar jurtir falla undir reglur um nýfæði en það sem fjallað er um hér að neðan eru eingöngu jurtir sem ekki eru nýfæði.

Almennt ekki hægt að setja hámarksmagn fyrir jurtir og jurtaefni þar sem öryggi getur verið mjög misjafnt eftir mismunandi útdráttum og mismunandi undirtegunum og yrkjum af jurtum. Því þarf að skoða hvert tilfelli fyrir sig. Það er á ábyrgð þess sem framleiðir eða markaðssetur vöru að tryggja öryggi jurta/jurtaefna sem notuð eru.

Eftirfarandi lista hefur Matvælastofnun tekið saman sem leiðbeinandi upplýsingar um öryggi jurta og jurtaefna sem ekki eru nýfæði.  Listinn er/verður byggður á áhættumati dana og norðmanna. Þá mun stofnunin einnig styðjast við áhættumat annarra stofnanna eins og EFSA og Monograph frá WHO og þegar við á frá öðrum löndum í Evrópu, t.d. Federal Institute for Risk Assessment (BfR) í Þýskalandi. Listinn er lifand og verður uppfærður eftir þörfum.

Latneskt heiti Algengt heiti (íslenskt/enskt) Áhættumat
Withania somnifera Ashwagandha Sjá hér
Hypericum perforatum Jóhannesarjurt/ St. John's Wort Væntanlegt
Tribulus terrestris L. Caltrop, Puncture vine Væntanlegt

 

EFSA (Matvælaöryggisstofnun Evrópu) hefur einnig tekið saman upplýsingar um jurtir sem geta náttúrulega innihaldið heilsuskaðleg efni (EFSA Compodium of botanicals).  Það eru því jurtir sem þarf að skoða sértaklega í hverju tilfelli, með tilliti til öryggis en segir ekki til um hvort nota megi viðkomandi jurt eða ekki í matvæli/fæðubótarefni.

Koffín í fæðubótarefnum

Koffín er algengt innihaldsefni í fæðubótarefnum. Það er ýmist notað á formi hreins íblandaðs koffíns (e. caffeine anhydrous) eða sem jurtir eða útdráttur (e. extract) af jurtum sem innihalda koffín s.s. kaffibaunir, grænt te, guarana, yerba maté og kakóbaunir. Koffín er notað í fæðubótarefnum vegna þeirra lífeðlisfræðilegu áhrifa sem það hefur. Fyrst og fremst verkar það örvandi á líkamann í gegnum miðtaugakerfið.

Hámarksgildi

Samkvæmt reglugerð nr. 327/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1925/2006 (sbr. breyting nr. 453/2014) er almennt hámarks heildar magn koffíns í fæðubótarefnum 300 mg í þeim dagsskammti sem ráðlagður er á umbúðum viðkomandi vöru.

Óheimilt er að framleiða, markaðssetja eða flytja inn fæðubótarefni með íblönduðu koffíni þar sem heildarmagnið er meira 300 mg/dag, nema með sérstöku leyfi frá Matvælastofnun.

Upplýsingarsíða vegna umsókna og leyfisveitinga þegar innihald koffíns er umfram ofangreind hámarksgildi, má finna Hérna.

 

 

 

Uppfært 27.06.2023
Getum við bætt efni síðunnar?