Vegna umfjöllunar á samfélagsmiðlum um velferð hrossahóps á útigangi á höfuðborgarsvæðinu
Frétt -
24.02.2023
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Þann 22. febrúar s.l. fékk Matvælastofnun ábendingu vegna hrossahalds á höfuðborgarsvæðinu. Eftirlit var framkvæmt samdægurs þar sem fram komu frávik við umhirðu hrossanna og aðbúnað. Stofnunin gerði í kjölfarið tímasettar kröfur um úrbætur, þar með talið kröfu um sérstaka umönnun á einu hrossanna. Matvælastofnun mun fylgja kröfunum eftir innan gefins frests. Við mat á því hvort úrbætur þola bið eða ekki er ætíð tekið mið af ástandi og líðan þeirra dýra sem í hlut eiga. Í þessu tilviki höfðu hrossin aðgang að heyi við skoðunina og voru öll að éta. Í þeim tilvikum þegar mál þola ekki bið beitir Matvælastofnun úrbótum samdægurs, s.s. vörslusviptingu, en ekki var tilefni til þess að þessu sinni.