Útgáfa rekstrarleyfis Icelandic Land Farmed Salmon ehf. til fiskeldis í Friðarhöfn, Vestmannaeyjum
Frétt -
26.06.2023
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur veitt Icelandic Land Farmed Salmon ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á landi í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum. Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir 199 tonna hámarkslífmassa vegna seiðaeldis á laxi og regnbogasilungi.
Icelandic Land Farmed Salmon ehf. sótti um nýtt rekstrarleyfi fyrir 199 tonna hámarkslífmassa seiðaeldi á laxi og regnbogasilungi í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum. Umsókn um nýtt rekstrarleyfi var móttekin þann 25. nóvember 2022. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.
Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.
Ítarefni
- Rekstrarleyfi Icelandic Land Farmed Salmon ehf.
- Umhverfismatsskýrsla Icelandic Land Farmed Salmon ehf. til Skipulagsstofnunar
- Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum en álitið nær einnig til annarrar framkvæmdar sem ekki er verið að taka afstöðu til við þessa útgáfu
- Greinargerð Matvælastofnunar