Fara í efni

Styrkir ætlaðir vottuðum lífrænum bændum

Matvælaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um styrki til tækjakaupa fyrir vottaða lífræna bændur. Þessir styrkir eru ætlaðir til kaupa á sérhæfðum búnaði sem stuðlar að aukinni framlegð í lífrænum landbúnaði og/eða bættri nýtingu lífræns áburðar. Helstu dæmi eru róbótar, niðurfellingarbúnaður til áburðardreifingar, tæki til safnhaugagerðar, tækni fyrir nákvæmnislandbúnað, illgresishreinsarar og önnur tæki sem uppfylla framangreind markmið.

Bændur sem eru í aðlögun að lífrænni ræktun geta einnig sótt um styrk. Mast hvetur áhugasama til að kynna sér styrkina betur á vef Matvælaráðuneytisins.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2025/01/09/Opid-fyrir-umsoknir-um-taekjastyrk-i-lifraenum-landbunadi/


Getum við bætt efni síðunnar?