Fara í efni

Ólöglegt varnarefni í baunum.

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Tropical Sun Blackeye baunum sem Lagsmaður/fiska.is flytur inn og selur í verslun sinni vegna ólöglegs varnarefnis klórpýrifos (chorpyrifos) sem greindist í vörunni. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Seltjarnarnes og Mosfellsbæjar (HEF) innkallað vöruna.

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Tropical sun
  • Vöruheiti: Blackeye beans
  • Best fyrir: 30.3.2025
  • Nettómagn: 500g
  • Geymsluskilyrði: Þurrvara
  • Framleiðandi: Wanis Limited, Golden house orient Way, Leyton, London UK
  • Framleiðsluland: Peru
  • Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Fiska.is Nýbýlavegi 6 200 Kópavogur

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila henni til verslunarinnar gegn endurgreiðslu.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?