Ný starfsstöð Matvælastofnunar á höfuðborgarsvæðinu
Frétt -
10.07.2018
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun mun fimmtudaginn 12. júlí flytja starfsstöðvar sínar á höfuðborgarsvæðinu að Dalshrauni 1 í Hafnarfirði, en stofnunin hefur haft starfsemi að Stórhöfða 23 og Hagatorgi 1 í Reykjavík. Þjónusta stofnunarinnar mun því óhjákvæmilega skerðast á fimmtudag og verða starfsstöðvar að Stórhöfða og Hagatorgi lokaðar þann dag. Ný starfsstöð opnar síðan á föstudaginn á þriðju hæð að Dalshrauni 1. Þær starfseiningar sem þar með munu hafa starfsaðstöðu að Dalshrauni 1 eru Markaðsstofa, sem fer með inn- og útflutningsmál, Búnaðarstofa sem fer m.a. með framkvæmd búvörusamninga og Umdæmisstofa Suðvesturlands, sem annast verkefni sem héraðsdýralækni eru falin. Höfuðstöðvar Matvælastofnunar munu eftir sem áður vera að Austurvegi 64, Selfossi.