Fara í efni

Hundar veikjast vegna nagstanga

Matvælastofnun vara við Chrisco tyggerulle med kylling & kyllingelever frá Kína sem Lífland flytur inn vegna eituráhrifa hjá hundum eftir neyslu. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af öryggisástæðum í samráði við Matvælastofnun en innkallaðar framleiðslulotur hefur fyrirtækið ekki flutt inn.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættulega matvæli og fóður á markaði.

Innköllunin á við eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vörumerki: Chrisco
  • Vöruheiti: Chrisco Tyggerulle med kylling & kyllingelever
  • Best fyrir: 01.12.2025 og 15.03.2026
  • Nettómagn: 95 g
  • Geymsluskilyrði: Þurrvara
  • Framleiðandi: Chrisco
  • Framleiðsluland: Kína
  • Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Lífland, Brúarvogur 1-3 104 Reykjavík

Kaupendur á nagstöngunum geta fargað þeim eða komið til verslunarinnar og fengið endurgreitt.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?