Fara í efni

Breytt fyrirkomulag neyðarvakta

Matvælastofnun skipuleggur, í samráði við sjálfstætt starfandi dýralækna, bakvaktir dýralækna. Matvælastofnun vill koma á framfæri breytingum á neyðarvöktum fyrir Höfuðborgarsvæðið.

Með tilkomu Animalía verður til ný sólahringsopin bráðavakt sem kemur til með að sinna neyðarvöktum fyrir smádýr. Bráðamóttaka Animalíu er staðsett að Jónsgeisla 95, 113 Reykjavík.

Áfram verður hægt að hringja í neyðarnúmer 530-4888 og velja "1" fyrir smádýr og "2" fyrir stórdýr. Einnig verður hægt að hringja beint í bráðavakt Animalíu í símanúmer 555-0112 eða mæta beint til þeirra með veik dýr.


Getum við bætt efni síðunnar?