Fara í efni

Beiðni um opinbera rannsókn vegna meintra brota á dýravelferð í fiskeldi

Matvælastofnun hefur farið fram á opinbera rannsókn lögreglu vegna meintra brota fiskeldisfyrirtækis á Austfjörðum á lögum nr. 55/2013 um velferð dýra.

Meint brot varða útsetningu seiða í of kaldan sjó með þeim afleiðingum að þau drápust í stórum stíl.

Matvælastofnun telur meint brot varða við ákveðin ákvæði dýravelferðarlaga. Stofnunin metur brotin alvarleg og hefur þar af leiðandi óskað eftir lögreglurannsókn.

Lögreglan á Austurlandi hefur málið til meðferðar og veitir Matvælastofnun ekki frekari upplýsingar um málið að sinni.


Getum við bætt efni síðunnar?