Brexit - útflutningur til Bretlands
Sjá mikilvægar upplýsingar hér að neðan um áætlað landamæraeftirlit frá 31. janúar 2024
Þann 31. desember 2020 lauk aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í kjölfarið var Bretland skilgreint sem þriðja ríki gagnvart ESB/EES. Til stóð að bresk yfirvöld innleiddu landamæraeftirlit og kröfu um heilbrigðisvottorð með afurðum, í nokkrum þrepum frá og með 1. janúar 2022 en í lok apríl 2022 var þeim fyrirætlunum breytt, þ.e. kröfunni um heilbrigðisvottorð var frestað til ársloka 2023. Í lok ágúst 2023 var aftur tilkynnt um frestun á innleiðingu landamæraeftirlitsins, sem nú skal hefjast 31. janúar 2024. Eftir sem áður skulu innflytjendur í Bretlandi tilkynna innflutning í IPAFFS (sjá nánar að neðan).
- Kynningarfundur 7. desember 2023 fyrir útflytjendur af sjávarafurðum. Upptaka af fundinum og glærurnar
- Kynningarfundur 14. desember 2023 fyrir útflytjendur annarra afurða en sjávarafurða. Upptaka af fundinum og glærurnar.
- Frétt (31. ágúst 2023) um frestun innleiðingu landamæraeftirlits og vottunarkröfu ákveðinna afurða í Bretlandi
- Frétt (19. apríl 2023) um innleiðingu landamæraeftirlits í Bretlandi og vottunarkröfu vegna afurða frá ESB/EES
- Frétt (3. maí 2022) um frestun kröfu um heilbrigðisvottorð til 2023
Áætlað landamæraeftirlit frá 31. janúar 2024
Á árinu 2023 hófu bresk yfirvöld kynningu á drögum að því landamæraeftirliti sem taka á gildi í skrefum frá og með 31. janúar 2024. Hlekki að upplýsingasíðum breskra yfirvalda er að finna hér að neðan en helstu atriði hafa verið dregin út.
Border Target Operating Model - gefið út í ágúst 2023
Innleiðingaráætlun landamæraeftirlits er sem hér segir:
- 31. janúar 2024: Vottorða verður krafist fyrir afurðir með miðlungs áhættu; þ.e. fyrir dýraafurðir, plöntur, plöntuafurðir og afurðir ekki úr dýraríkinu sem lúta sérstöku eftirliti. Þegar er í gildi vottunarkrafa vegna dýra og afurða sem fylgir mikil áhætta.
- 30. apríl 2024: Innleiðing gagnaskoðunar og áhættumiðaðrar auðkenna- og vöruskoðunar á afurðum með miðlungs áhættu.
- 31. október 2024: Single Trade Window gáttin verður tekin í notkun.
Áhættuflokkar innfluttra dýra og dýraafurða frá EES
Athugið að upptalningin í töflunni er ekki tæmandi og eingögnu ætluð til viðmiðunar. Sjá nánar um áhættuflokkun á heimasíðu breskra yfirvalda, þar má m.a. fletta upp áhættuflokkum eftir tollskrárnúmerum.
Áhættuflokkur | Afurðir | Kröfur og nauðsynleg fylgigögn |
Mikil áhætta | Lifandi dýr og kímefni auka vara sem um gilda sérstakar varúðarráðstafanir |
Innflytjandi í Bretlandi skal tilkynna sendingar í gegnum IPAFFS |
Miðlungs áhætta | Hrátt, kælt eða frosið kjöt, kjötvörur, ákveðnar mjólkurvörur, ABP til nota í fóður, ákveðnar fiskafurðir (t.d. eldisfiskur og skelfiskur), lifandi lagardýr innflutt sem matvæli |
Innflytjandi í Bretlandi skal tilkynna sendingar í gegnum IPAFFS |
Lítil áhætta |
Unnar vörur sem eru stöðugar við stofuhita, samsettar eða tilteknar kjöt-, fisk- eða mjólkurvörur, unnar aukaafurðir (ABP) og villtur fiskur (að uppfylltum skilyrðum)* |
Innflytjandi í Bretlandi skal tilkynna sendingar í gegnum IPAFFS Viðskiptaskjöl |
*Skilyrði sem villtur fiskur þarf að uppfylla til að falla undir minnsta áhættuflokkinn:
- Fiskurinn skal koma frá og vera merktur samþykktri starfsstöð
- Fiskurinn er ekki lifandi né lífvænlegur (væri honum skilað aftur út í umhverfið)
- Fiskurinn hefur ekki farið í frekari vinnslu, t.d. hitun, herðingu, reykingu, þurrkun, marineringu o.s.frv. skv. skilgreiningu í 2. gr. reglugerðar ESB 852/2004
- Sendingunni skulu fylgja t.d. veiðivottorð (IUU documents) og staðfesting á vinnslu/geymslu þar sem við á
- Fiskurinn má ekki vera af tegundum sem fylgir áhætta af histamín myndun (s.s. makríll, síld, túnfiskur o.fl.).
Athygli er vakin á því að eftir að vottorðakrafa og aukið landamæraeftirlit tekur gildi í Bretlandi verður ekki hægt að flytja dýraafurðir til Bretlands sem ekki eiga uppruna í samþykktum starfsstöðvum. Á þetta t.d. við um fisk úr fiskiskipum sem skilgreind eru sem frumframleiðendur og hafa ekki samþykkisnúmer. Tíðkast hefur að landa afla beint úr slíkum skipum í gáma til útflutnings. Til þess að vera bær til útflutnings þurfa dýraafurðir að fara í gegnum samþykkta starfsstöð.
Heilbrigðisvottorð frá 31.01.24 - TRACES
Vottorð sem fylgja afurðum til Bretlands skulu vera rafrænt undirrituð og rekjanleg t.d. með QR kóða. Traces kerfið býður upp á þennan möguleika og mun Matvælastofnun nota Traces vegna útgáfu vottorða til Bretlands. Traces er skráningar- og vottunarkerfi ESB sem heldur utan um innflutning dýra og eftirlitsskyldra afurða. Nýlega var bætt við möguleikanum á að gefa út vottorð vegna útflutnings frá ESB/EES og vottorðaform til Bretlands (GB) er að finna í kerfinu.
- Til þess að sækja um vottorð í Traces er nauðsynlegt að hafa aðgang að kerfinu.
- Allir geta sótt um aðgang en MAST þarf að staðfesta (validate) umsækjandann.
- Einn fulltrúi fyrirtækis getur verið skilgreindur sem stjórnandi (admin) og getur hann þá staðfest aðra starfsmenn fyrirtækisins.
- Nauðsynlegt er að hafa rétt tollskrárnúmer vörunnar sem um ræðir þar sem vottorðaform tengist tollskrárnúmerum.
- Umsækjandi skal skrá allar nauðsynlegar (stjörnumerktar) upplýsingar í Part I af vottorði og velur "submit for certification"
Umsóknir og afgreiðsla vottorða
- Vottorð eru afgreidd á virkum dögum á afgreiðslutíma inn- og útflutningsdeildar
- Senda skal inn fullbúna beiðni um vottorð a.m.k. sólarhring (virkir dagar) áður en varan er send úr landi.
- Allar nauðsynlegar upplýsingar skulu vera til staðar til að hægt sé að gefa út vottorð. Vanti nauðsynlegar upplýsingar í vottorðið verður það ekki gefið út.
- Vottorð eru afgreidd svo fljótt sem unnt er, en MAST áskilur sér sólarhring til að gefa út vottorð, svo fremi sem allar nauðsynlegar upplýsingar (og gögn) liggja fyrir.
- Styttri afgreiðslutími er mögulegur fyrir ferskar afurðir en þá skal gera MAST viðvart.
- Vottorð skulu gefin út í síðasta lagi sama dag og sending fer úr landi.
Sækja um vottorð
- Sækja um hleðslustaðfestingar með hefðbundnum hætti (búfjárafurðir til manneldis)
- Sækja um vottorð í Traces
- Tilkynna um vottorðabeiðni í þjónustugátt - umsókn nr. 9.02
Af hverju líka í þjónustugátt?
- Tryggja þarf að beiðnin berist til MAST
- Betri yfirsýn yfir umsóknir fyrir útflytjanda
- Innheimt í gegnum þjónustugátt
- Lögleg varðveisla gagna
Gagnlegir hlekkir
Hlekkir að upplýsingasíðum breskra yfirvalda:
- Áhættuflokkun fyrir dýr og dýraafurðir og upplýsingar um áhættuflokkun
- Áhættuflokkun plantna og plöntuafurða (niðurstaða liggur ekki fyrir fyrir afurðir frá Íslandi)
- Sýnishorn af heilbrigðisvottorðaformum til Bretlands og upplýsingar um hvernig skal fylla þau út
- Aðgerðaráætlun um innleiðingu landamæraeftirlits
- Stefnumótun um landamæri til 2025
- Upptökur frá kynningum DEFRA fyrir hagaðila (YouTube)
- Næstu kynningarfundir DEFRA fyrir hagaðila
Núverandi innflutningseftirlit í Bretlandi
- Innflutningur dýraafurða og aukaafurða skal tilkynntur og forskráður í IPAFFS. Tilkynna skal innflutning með a.m.k. fjögurra klst fyrirvara. Athugið! Þetta er í höndum innflytjanda í Bretlandi.
- Lifandi dýr (þ.m.t. kímefni/erfðaefni): innflutningur skal skráður í IPAFFS (þetta gildir þó ekki um gæludýr sem flutt eru til Bretlands með fylgd).
- Aukaafurðir í áhættuflokki 1 og 2: sækja skal um leyfi fyrirfram hjá DEFRA og forskrá sendinguna í IPAFFS.
- Afurðir/vörur sem lúta sérstöku eftirliti (products subject to safeguard measures) skulu forskráðar í IPAFFS og þeim skal fylgja heilbrigðisvottorð.
Skilgreiningar
- IPAFFS (Import of Products, Animals, Food and Feed System). Skráningarkerfi breskra yfirvalda fyrir innflutning lifandi dýra, dýraafurða og annarra áhættusamra matvæla til Bretlands. Innflytjandi í Bretlandi skal skrá sendingar með eftirlitsskyldum afurðum í IPAFFS.
- DEFRA (Department for Environment, Food and Rural Affairs) – landbúnaðarráðuneyti Bretlands
- APHA (Animal and plant health agency) – stofnun sem fer með eftirlit með löggjöf varðandi dýra- og plöntuheilbrigði (sambærileg Matvælastofnun)
- BCP (Border control post) - landamæraeftirlitsstöð: eftirlitsstöð staðsett við þar sem landamæraskoðun/innflutningseftirlit á sendingum fer fram. Landamæraeftirlitsstöðvar eru skilgreindar m.t.t. vörutegunda/lifandi dýra sem stöðin getur tekið við. Yfirlit yfir landamæraeftirlitsstöðvar í Bretlandi.