Fara í efni

Varnarefni yfir mörkum í Smoothie blöndu

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Red smoothie blöndu frá Gestus vegna þess að varnarefni eru yfir mörkum í bláberjum. Krónan hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

  • Vörumerki: Gestus
  • Vöruheiti: Red smoothie
  • Innflytjandi: Krónan, Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
  • Best fyrir: 02.11.2025
  • Nettómagn: 450 g
  • Framleiðsluland: Pólland
  • Framleiðandi: CROP´S FRUIT N.V.
  • Geymsluskilyrði: Frystivara
  • Dreifing: Krónan og Kaupfélag Skagfirðinga

Krónan bendir viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna í verslunum Krónunnar á að skila þeim í viðkomandi verslun gegn fullri endurgreiðslu. 


Getum við bætt efni síðunnar?