Fara í efni

Varnarefni yfir leyfilegum mörkum í ávöxtum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á Langsat bón bón  ávöxtum sem Dai Phat flutti inn vegna þess að varnarefnaleifar (Carbaryl) mældust yfir leyfilegum mörkum. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað allar framleiðslulotur af ávöxtunum þar sem neysla á þeim getur haft neikvæð heilsufarleg áhrif.

Innköllunin á við allar framleiðslulotur:

  • Vöruheiti: Langsat bón bón.
  • Lotunúmer: Allar lotur
  • Innflytjandi: Dai Phat Trading ehf., Faxafeni 14, 108 Reykjavík.
  • Framleiðandi: Thien Kim Trading Co.,Ltd
  • Framleiðsluland: Vietnam
  • Dreifing: Asian Supermarket, Faxafeni 14

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki heldur farga eða skila henni til verslunarinnar gegn endurgreiðslu.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?