Fara í efni

Varnarefni í Heilsubót lífrænu jurtatei

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vekur athygli á varnarefnaleifum sem fundust í lífrænu tei við reglubundið eftirlit vottunaraðila. Fyrirtækið Te & kaffi, sem flytur inn vöruna, hefur hafið innköllun með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.

Ekki er heimilt að nota plöntuvarnarefni í lífrænni ræktun nema notkun þeirra sé sérstaklega heimiluð í II. viðauka við reglugerð EB nr. 889/2008.

Innköllun gildir eingöngu um eftirfarandi vöruheiti:

  • Vörumerki: Te & Kaffi
  • Vöruheiti: Heilsubót
  • Strikanúmer: 5690612015704
  • Nettómagn: 75g
  • Best fyrir dagsetningar: Allar dagsetningar frá 10.5.2021
  • Framleiðandi: Dethlefsen & Balk Import-Export GmbH
  • Framleiðsluland: Þýskaland
  • Dreifingaraðili: Te & Kaffi
  • Dreifing: Verslanir Te & Kaffi og Fjarðarkaup

Heilsubót te

Neytendur sem keypt hafa teið geta skilað því þar sem það var keypt.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?