Fara í efni

Varnarefnaleifar í vínberjalaufum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á vínberjalaufum vegna varnarefnaleifa. Fyrirtækið Miðausturlandamarkaðurinn flytur inn laufin og selur í verslun sinni. Fyrirtækið hefur stöðvað sölu á vörunni og innkallað með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF viðvörunarkerfi Evrópu og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Alamura Erba
  • Vöruheiti: Erbaa weinbläter
  • Best fyrir Dagsetning: 31/01/2022
  • Lotunúmer: 0120
  • Strikamerki: 8 697410 581506
  • Nettómagn: 400 g
  • Framleiðandi: Alamura Erba
  • Framleiðsluland: Tyrkland
  • Innflytjandi/dreifing:  Miðausturlandamarkaðurinn, Lóuhólum 6, 111 Reykjavík

Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna geta skilað henni í Miðausturlandamarkaðinn þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu. Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við Miðausturlandamarkaðinn, Lóuhólum 2-6.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?