Fara í efni

Vanmerkur ofnæmis- og óþolsvaldur í osti

Matvælastofnun varar við einni framleiðslulotu af vanmerktum Mexíkóosti frá Mjólkursamsölunni en mistök voru á merkingu á ostinum þannig að ekki er merktir ofnæmis- og óþolsvaldar ( soja og sinnepsfræ). Fyrirtækið hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað vöruna sem er í dreifingu um allt land.

Einungis er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vöruheiti: Mexíkóostur 150 g
  • Framleiðandi: MS Akureyri
  • Rétt strikamerki: 5690516060657
    Rangur bakmiði: Vöruheiti: Piparostur 150 g Strikamerki: 5690516060558
  • Best fyrir dagsetning: 26.01.2025
  • Dreifing: Verslanir um allt land

Neytendum sem keypt hafa vöruna með framangreindri dagsetningu er bent á að þeir geta skilað vörunni í þá verslun þar sem hún var keypt eða snúið sér beint til Mjólkursamsölunnar.

Ítarefni

 

 


Getum við bætt efni síðunnar?