Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í frosnum saltfiskrétti

Matvælastofnun varar neytendur sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir hveiti og súlfíti við tveimum framleiðslulotum af frosnum saltfiskrétti með kryddskel frá Grími kokki ehf. Varan var vanmerkt og tekin úr sölu í samráði við Matvælastofnun.

Upplýsingar um vanmerkinguna bárust frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vörumerki: Grímur kokkur ehf.
  • Vöruheiti: Útvatnaðir saltfiskhnakkar með kryddskel.
  • Lýsing á vöru: Útvatnaðir saltfiskhnakkar tilbúnir til steikingar með kryddskel (frystivara)
  • Framleiðandi: Grímur kokkur ehf.
  • Framleiðsluland: Ísland
  • Framleiðsludagur: 26.02.2024 Best fyrir: 26.02.2025 
  • Framleiðsludagur: 04.03.2024 Best fyrir:05.03.2025
  • Dreifing: Verslanir Krónunnar í Flatahrauni,Bíldshöfða, Lindum, Skeifunni, Mosfellssveit,Selfossi og Akureyri

Neytendur sem hafa keypt vöruna og eru með ofnæmi eða óþol fyrir hveiti og súlfíti (E224) geta skilað vörunni í þá verslun sem hún var keypt, sent póst á grimurkokkur@grimurkokkur.is eða fargað henni.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?