Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur á smákökudeigi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar neytendur sem hafa pekanhnetuofnæmi við einni framleiðslulotu af Evu Laufeyju smákökudeigi með súkkulaðibitum. Vegna mistaka í pökkun fór önnur tegund af smákökudeigi sem inniheldur trönuber og pekanhnetur. Neytendur sem hafa ofnæmi fyrir pekanhnetum eru því varaðir við neyslu. Fyrirtækið Myllan hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Eva Laufey
  • Vöruheiti: Smákökudeig Evu Laufeyjar með súkkulaðibitum
  • Umbúðir: Filma og límmiði
  • Nettóþyngd: 500 g
  • Framleiðandi: Myllan, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík.
  • Best fyrir: 7.12.2023
  • Strikanúmer: 5690568019825
  • Dreifing: Bónus og Hagkaups verslanir

Neytendur sem eiga umrædda vöru og hafa ofnæmi- eða óþol fyrir pekanhnetum eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í versluninni þar sem hún var keypt eða hjá Myllunni.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?