Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í kjúklingasúpu
Matvælastofnun bárust upplýsingar í gegnum Hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli (RASFF) um ómerktan ofnæmis- og óþolsvald (sellerí) í kjúklingasúpu (TORO Kremet kyllingsuppe). Sellerí og afurðir úr því eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda. Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla. Í samráði við innflytjanda vörunar (John Lindsay hf) og matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur var ákveðið að innkalla vöruna.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:
- Vörumerki: TORO
- Vöruheiti: Kremet Kyllingsuppe
- Best fyrir: 27.03.2016 til 06.06.20116
- Framleiðandi: Orkla Foods Norge
- Innflytjandi: John Lindsay hf, Klettagörðum 23, 104 Reykjavík.
- Dreifing: Verslanir um land allt.
Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir sellerí og afurðum úr því.
Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir selleríi eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga henni eða skila til þeirrar verslunar þar sem hún var keypt.
Nánari upplýsingar veitir Stefán S. Guðjónsson, forstjóri John Lindsay hf, í síma 533-2600.
Ítarefni