Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í hummus
Innkallanir -
01.09.2010
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
|
Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur greinir frá vanmerktum ofnæmis- og óþolsvöldi í hummus.
Innihaldsefni úr sesamfræjum koma ekki fram á umbúðunum. Um er að ræða
Lúxus hummus frá Yndisauka og Jóa Fel Hummus sem framleitt er fyrir
Hagkaup. Fyrirtækin hafa ákveðið að endurbæta umbúðamerkingarnar og fengu til þess frest til 31. ágúst. |
/rvk.is