Fara í efni

Vanmerktur kjúklingur (soja)

Matvælastofnun varar neytendur sem hafa ofnæmi- eða óþol fyrir soja við því að neyta Black garlic marineraðan kjúkling frá Stjörnugrís en varan er vanmerkt að hún innihaldi soja sem er ofnæmisvaldur. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna.

Einungis er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Stjörnufugl
  • Vöruheiti: Kjúklingur í black garlic
  • Lýsing á vöru: Hrár kjúklingur í black garlic marineringu.
  • Framleiðandi: Stjörnugrís
  • Rekjanleikaupplýsingar: Lotunúmer: 9999-25066
  • Best fyrir: 30.03.25
  • Strikanúmer: 2107211009346
  • Geymsluskilyrði: kælivara
  • Dreifingarlisti: Costco, Kauptún 3, 210 Garðabær

Verslunin hefur haft samband við þá sem hafa keypt kjúklinginn og geta þeir fengið endurgreitt.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?