Vanmerktir ofnæmisvaldar í ungbarna- og stoðmjólk
Innkallanir -
11.10.2013
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um innköllun á ungbarna- og stoðmjólk sem Ölgerðin flytur til landsins og dreifir. Vegna mistaka var límmiði með íslenskum notkunarleiðbeiningum límdur yfir innihaldslýsingar Nestlé Nan 1 og Nan 2 ungbarna- og stoðmjólkur með þeim afleiðingum að upplýsingar um ofnæmis- og óþolsvalda (fiskolía (lýsi) og sojalesitín) voru ekki sýnilegar á umbúðunum. Vörurnar hafa verið innkallaðar og merkingar lagaðar.
- Vöruheiti: Nestlé Nan 1 og Nan 2
- Innflytjandi: Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík
- Nettóþyngd: 200ml fernur
- Dreifing um allt land.