Vanmerktir ofnæmisvaldar í forsteiktu smælki
Innkallanir -
23.07.2021
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við neyslu á forsteiktu smælki með rósmarin vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda (sojalesitín, E322) sem Holt og Gott ehf framleiðir. Fyrirtækið hefur, með aðstoð heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað vöruna og sent út fréttatilkynningu.
Innköllun á við um vörur með best fyrir dagsetningu 24.7.21 og 29.7.21
- Vörumerki: Forsteikt smælki með rósmarin
- Vöruheiti: Smælki
- Framleiðandi: Holt og Gott ehf
- Framleiðsluland: Ísland
- Best fyrir dagsetning: 24.7.21 og 29.7.21
- Strikamerki: 5690628089904
- Geymsluskilyrði: Kælivara
- Dreifing: Verslanir Bónus um allt land
Neytendum, sem keypt hafa vöruna, er bent á að neyta hennar ekki hafi þeir ofnæmi eða óþol fyrir sojabaunum, heldur skila vörunni í þá verslun þar sem hún var keypt eða til Hollt og Gott ehf gegn fullri endurgreiðslu. Tekið skal fram að neytendum, sem ekki eru með ofnæmi eða óþol fyrir sojabaunum, er óhætt að neyta vörunnar.