Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í þurrkuðum ávöxtum/hnetum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

 

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar um vanmerkt matvæli. Ábending barst frá Matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, en það hefur farið fram á að eftirfarandi vörur verði innkallaðar af markaði:

Vöruheiti:  „Lúxus Ananas & papaya“, „Lúxus Hawaiblanda“, „Lúxus Súkkulaði-jógúrt hnetur og ávextir“ og „Lúxus Jógúrt rúsínur“. 

Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili:  Gott fæði (Nathan & Olsen), Klettagörðum 19, 104 Reykjavík.


Auðkenni/skýringartexti:  Um er að ræða blandaða þurrkaða ávexti og hnetur í pokum, með og án hjúps

  1. „Lúxus Ananas & papaya“, varan inniheldur aukefnið brennisteinsdíoxíð (súlfíð) án þess að tilvist þess komi fram á umbúðum vörunnar.  
  2. „Lúxus Hawaiblanda“, varan inniheldur aukefnið brennisteinsdíoxíð (súlfíð) án þess að tilvist þess komi fram á umbúðum vörunnar.
  3. „Lúxus Súkkulaði-jógúrt hnetur og ávextir“, varan inniheldur aukefnið brennisteinsdíoxíð (súlfíð) en tilvist þess kemur ekki fram á umbúðum vörunnar.  Varan inniheldur einnig aukefnið lesitín sem  á uppruna sinn úr soja og sterkju sem á uppruna sinn úr korni (hveiti) sem inniheldur glúten án þess að uppruna þessara ofnæmis- og óþolsvalda sé getið.
  4. „Lúxus Jógúrt rúsínur“, varan inniheldur aukefnið lesitín sem á uppruna sinn úr soja og sterkju sem á uppruna sinn úr korni (hveiti) sem inniheldur glúten án þess að uppruni þessara ofnæmis- og óþolsvalda komi fram á umbúðum vörunnar.


Einnig voru aðrar athugasemdir gerðar við merkingar matvælanna.

Laga- /reglugerðarákvæði:  7., 8., b-liður 11. gr., 13., og 14. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum, viðauki við reglugerð nr. 631/2010 um breytingu á reglugerð nr. 503/2005.  Reglugerð nr. 798/2002 um kakó og súkkulaðivörur.  Reglugerð nr. 919/2002 um mjólk og mjólkurvörur.   8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.

Áætluð dreifing innanlands:  Verslanir um land allt.

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?