Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í tvenns konar flatbökum
Innkallanir -
08.03.2011
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur
fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um stöðvun á
sölu og innköllun af markaði af tvenns konar flatbökum. Innköllunin kemur til vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda.
|
|
Vöruheiti: Hagkaup pizza m/pepperoni og Hagkaup pizza m/skinku. Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Vörurnar eru framleiddar af Hollu og góðu, Reykjavík, fyrir Hagkaup, Holtagörðum, 104 Reykjavík. Auðkenni/skýringartexti: Afurðir úr korni sem inniheldur glúten eru ekki merktar á umbúðum pizzanna. Að auki eru gerðar aðrar athugasemdir við umbúðmerkingar þeirra. Strikanúmer 5690628006802 (pizza m/pepperoni) og 5690628006819 (pizza m/skinku). Laga- /reglugerðarákvæði: 13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum. 14. gr. og 20. gr. reglugerðar nr. 503/2005, 8. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli. Áætluð dreifing innanlands: Verslanir Hagkaupa um land allt. |
Vanmerkt vara m.t.t. ofnæmis- og
óþolsvalda skal ekki vera í dreifingu eftir 7. mars 2011 og aðrar
athugasemdir um merkingar þurfa að vera leiðréttar fyrir 1. apríl.
Ítarefni