Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í tilbúnum rétti
Innkallanir -
11.10.2012
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá heilbrigðiseftirlitinu á Kjósarsvæði um stöðvun á sölu og innköllun á Paleo rétti vegna vanmerkinga á ofnæmis- og óþolsvalda. Upplýsingar komu fyrst frá neytenda um að valhnetur væri í réttinum sem ekki er getið í innihaldslýsingu.
- Vörumerki: Nón ehf.
- Vöruheiti: „Paleo réttur“
- Framleiðandi: Veislan-veitingaeldhús ehf., Austurströnd 12, 170 Seltjarnarnes fyrir Nón ehf.
- Auðkenni/skýringartexti: strikanúmer 4505505000006. Samkvæmt upplýsingum framleiðenda var varan fyrst sett á markað 9. október 2012. Varan inniheldur valhnetur sem voru ekki tilteknar á umbúðum í innihaldslýsingu, og inniheldur því ómerktan ofnæmisvald, sbr. 13. gr. og viðauka 4, í rg. nr. 503/2005 um merkingu matvæla.
- Laga- /reglugerðarákvæði: Með vísun til 4. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum, og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, er Veislan-veitingaeldhús ehf. gert skylt að stöðva nú þegar dreifingu matvæla sem vanmerkt eru ofnæmis og óþolsvöldum í innihaldslýsingu og innkalla þau úr verslunum.
- Áætluð dreifing innanlands: Hagkaup Skeifinni ,Hagkaup Eiðistorgi ,Hagkaup Kringlunni ,Hagkaup Holtagörðum og Hagkaup Garðabæ. Einnig á fimm N1 stöðvum; á N1 Ártúnshöfða, N1 Bíldshöfða, N1 Borgartúni, N1 Hringbraut og N1 Lækjargötu Hafnarfirði.