Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í sushi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur stöðvað sölu og innkallað af markaði Sushi (8 bitar) frá Krónunni vegna vanmerkta ofnæmisvalda. 


Vörumerki:  Krónan.
Vöruheiti:  Sushi (8 bitar). 
Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili:  Domo fyrir Krónuna, Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík.
Auðkenni/skýringartexti:  Varan inniheldur ofnæmis- og óþolsvaldana egg, fisk, afurð úr sojabaunum, sinnep og afurð og krabbadýrum án þess að þeirra sé getið í merkingum vörunnar. Krabbadýr og afurðir úr þeim, sojabaunir og afurðir úr þeim, fiskur og fiskafurðir, egg og afurðir úr þeim og sinnep og afurðir úr því eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda.
Laga- /reglugerðarákvæði:  13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum, sbr. og viðauka við reglugerð nr. 631/2010 um breytingu á reglugerð nr. 503/2005. Einnig 5. gr., 3. mgr. 6. gr., 4. tl. 6. gr., 7. tl. 6. gr., 8. gr., 12. gr. og 1. mgr. 20. gr. reglugerðar nr. 503/2005.  8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
Áætluð dreifing innanlands:  Verslanir Krónunnar um land allt.


Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?