Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í sósum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um vanmerkt matvæli m.t.t. ofnæmis og óþolsvalda. Ábending barst frá neytenda og hefur fyrirtækið lagfært innihaldslýsingar.



  
Vöruheiti:
Gunnars koteil-, hamborgara og sinneps, graflax- og Dijon hunangssósa
Framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili:
Framleiðandi Gunnars Majones h.f., Dalhrauni 7, 220 Hafnarfirði
Auðkenni / Skýringatexti:
Sósur í plastflöskum. Vanmerkingar m.t.t. ofnæmis- og óþolsvalda. Hveiti er í sinnepi sem notað er í ofangreindar sósur.
Laga- / reglugerðarákvæði:
30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli skal fyrirtæki að stöðva dreifingu á matvælum ef þau geta valdið heilsutjóni. 13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla með síðari breytingum í viðauka er kveðið á að skylt sé að merkja ofnæmis- og óþolsvalda.
Áætluð dreifing innanlands: Dreifing um allt land en það á vera búið að merkja sósurnar.

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?