Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í skyrtertu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.




  Matvælastofnun hafa borist upplýsingar um vanmerkta ofnæmis- og óþolsvalda (hveiti) í 3 tegundum af skyrtertum frá Mjólku og hafa þær verið innkallaðar af markaði.

Vöruheiti: Bláberjaskyrterta, Sólberjaskyrterta og Irish coffee skyrterta.

Ábyrgðaraðili: Mjólka ehf. Eyrartröð 2a, Hafnarfirði.

Auðkenni/skýringartexti: Skyrterturnar innihalda kexmylsnu, sem í er hveiti, án þess að getið hafi verið um það í innihaldslýsingum á umbúðum varanna. Hveiti er á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda sem skylt er að merkja með skýrum hætti skv. viðauka 4 í reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla.

Laga- /reglugerðarákvæði: 
8., 12., 13. gr reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla,
8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

Dreifing: Verslanir um allt land.


Ítarefni





Getum við bætt efni síðunnar?