Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í Skafís og Rjómaís

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar  frá Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um vanmerkingar vegna ofnæmis og óþolsvalda og  að eftirfarandi vörur verði innkallaðar af markaði:


Vöruheiti:  "Skafís - vanilluís með Daim-kúlum" og "Rjómaís með Daimkúlum".  


  
Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili:  Vörurnar eru framleiddar af Emmessís, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík.
Auðkenni/skýringartexti:  Um er að ræða vanilluís með Daim-kúlum í 1,5 l umbúðum og rjómaís með Daim-kúlum í 1,5 l umbúðum.  Í Daim-kúlunum eru hnetur (möndlur) og sojalesitín.  Í innihaldslýsingum á umbúðum varanna kemur ekki fram að þær innihalda hnetur og sojalesitín en hvort tveggja er á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda.  Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla.  Fyrirtækið hætti framleiðslu á Daim ís í 2 l umbúðum um mitt síðasta ár en þessi ís getur þó leynst á markaði (s.s. á heimilum).  Einnig eru gerðar eftirfarandi athugasemdir við umbúðamerkingar matvælanna:  Innihaldslýsingar Daim-kúlanna vantar.  Tilvísun í staðsetningu "best fyrir" merkingar vantar.   
Laga- /reglugerðarákvæði:  12., 13. og 20. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum.  8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
Áætluð dreifing innanlands: Um land allt.

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?