Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í sælgæti

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hafa borist upplýsingar um vanmerkt matvæli. Ábending barst frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Kólus ehf Lakkrísgerð hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði og innkallað frá neytendum eftirfarandi matvæli:

Vöruheiti:  " Kolaportshlaup“ - Sértilboð (marglit hlaup), Kolaportshlaup – sértilboð (rauð hlaup), Súkkulaðihjúpaðar rískúlur  þar sem ekki kemur fram á umbúðum þeirra að vörurnar innihalda afurð úr glúten , sem er ofnæmis- og óþolsvaldur, Völu Froskabitar þar sem ekki kemur fram á umbúðum vörunnar að hún inniheldur afurðir úr glúten  og soja  sem eru ofnæmis- og óþolsvaldar og á vörunni Salt Lakrids,  þar sem ekki kemur fram á umbúðum hennar að varan inniheldur afurð úr mjólk, sem er ofnæmis- og óþolsvaldur.
Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Kólus ehf Lakkrísgerð, Tunguhálsi 5 110 Reykjavík.  Samkvæmt upplýsingum frá Kólus þá hefur Ó Johnson & Kaaber  og Karl Kristmanns eh. umboðs- og heildverslun Vestmanneyjum dreift Völu Froskabitum á landsbyggðinni.


   
Auðkenni/skýringartexti: Um er að ræða eftirtaldar vörur sem  Kólus ehf Lakkrísgerð hefur, í  samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði „Kolaportshlaup - Sértilboð (marglit hlaup), Kolaportshlaup – sértilboð (rauð hlaup), Súkkulaðihjúpaðar rískúlur,  Völu Froskabitar þar sem ekki kemur fram á umbúðum að varan inniheldur afurðir úr glúten ((glúkósasýróp og sterkja) (bygg)) og soja (sojalesitín) , sem eru ofnæmis- og óþolsvaldar og Salt Lakrids,  þar sem ekki kemur fram á umbúðum hennar að varan inniheldur afurð úr mjólk (mjólkursýra), sem er ofnæmis- og óþolsvaldur.   Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla.  Einungis Völu Froskbitar fóru í dreifingu annars staðar en í Kolaportinu.
Laga- /reglugerðarákvæði: 13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum.  8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.

Áætluð dreifing innanlands:  Völu Froskabitar var dreift í Kolaportið og í matvöruverslanir um land allt en aðrar vörur í innkölluninni einungis í Kolaportinu. Skulu vörur með ómerktum  ofnæmis- og óþolsvöldum ekki vera í dreifingu eftir 25. maí 2011.

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?