Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í kryddköku

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hafa borist upplýsingar frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Kryddköku frá Hjá Jóa Fel vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda.

Vöruheiti: Kryddkaka.
Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili:  Hjá Jóa Fel, Holtagörðum, Reykjavík.



   
Auðkenni/skýringartexti:  Heslihnetum er dreift ofan á kökuna en þeirra er ekki getið í innihaldslýsingu.  Einnig er líklegt að varan innihaldi snefil af jarðhnetum þar sem einstaklingur fékk ofnæmiskast eftir neyslu vörunnar (ofnæmi fyrir jarðhnetum).
Laga- /reglugerðarákvæði: 13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum, sbr. og viðauka við reglugerð nr. 631/2010 um breytingu á reglugerð nr. 503/2005.  8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með br.

Áætluð dreifing innanlands:  Verslanir Hjá Jóa Fel. (Kringlan, Holtagarðar og Smáralind).


Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?