Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í ís
Innkallanir -
15.04.2011
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um aðgerðir matvælaeftirlits Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem hefur farið fram á að "Krónan Bragðarefur - Vanilluís með karamellusósu, Nóa kroppi, Daim og smartkúlum" verði innkallaður úr verslunum.
|
|
Vöruheiti: "Krónan Bragðarefur - Vanilluís með karamellusósu, Nóa kroppi, Daim og smartkúlum". Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Varan er framleidd af Emmessís, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík, fyrir Krónuna, Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík. Auðkenni/skýringartexti: Um er að ræða vanilluís í 1,33 l umbúðum með karamellusósu, Nóa kroppi, Daim-bitum og "smartkúlum". Í Daim-bitunum eru hnetur (möndlur) og sojalesitín. Í innihaldslýsingu á umbúðum vörunnar kemur ekki fram að hún innihaldi hnetur og sojalesitín en hvort tveggja er á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda. Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla. Einnig eru aðrar athugasemdir gerðar við merkingar vörunnar. Áætluð dreifing: Verslanir Krónunnar um land allt. |
Laga- /reglugerðarákvæði: 7. tl. 6. gr., 8., 12., 13., 14. og 20. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum. 8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
Ítarefni