Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í humarhölum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja um að Blámar ehf. hafi ákveðið að ákveðið að innkalla af markaði vöruna „Blámar humarhala“, þar sem varan inniheldur aukefnið E-­223 (natríumdísúlfít) í styrk yfir 10 mg/kg, sem gerir það að verkum að um er að ræða ofnæmis-­ og óþolsvald. Ekki kemur skýrt fram á umbúðum vörunnar að hún inniheldur brennisteinsdíoxíð. Notkun E-­númers eingöngu telst ekki skýr merking á ofnæmis-­ og óþolsvaldinum heldur verður heiti hans að koma fram.


Vöruheiti:  „Blámar humarhalar“.
Nettóþyngd:  Breytileg 
Ástæða: Brennisteinsdíoxíð og súlfít, gefið upp sem SO2, í styrk sem er yfir 10 mg/kg, er á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda.  Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla.
Sölu- og dreifingaraðili:  Blámar ehf., Hraunsvegi 4, 260 Njarðvík 
Umbúðir:  Plastpokar.
Dreifing:  Verslanir  Hagkaups og Víðis.


Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir brennisteinsdíoxíði og súlfíti, gefið upp sem SO2, í styrk sem er yfir 10 mg/kg.  Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir brennisteinsdíoxíði og súlfíti, gefið upp sem SO2, í styrk sem er yfir 10 mg/kg, eru beðnir um að farga henni eða skila til Blámars gegn bótum.


Nánari upplýsingar veitir Kristín Örlygsdóttir hjá Blámar ehf. í síma 840 0355 eða tölvupóstfangi: kristin@blamar.is


Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?