Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í humarhölum
Matvælastofnun hafa borist upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja um að Blámar ehf. hafi ákveðið að ákveðið að innkalla af markaði vöruna „Blámar humarhala“, þar sem varan inniheldur aukefnið E-223 (natríumdísúlfít) í styrk yfir 10 mg/kg, sem gerir það að verkum að um er að ræða ofnæmis- og óþolsvald. Ekki kemur skýrt fram á umbúðum vörunnar að hún inniheldur brennisteinsdíoxíð. Notkun E-númers eingöngu telst ekki skýr merking á ofnæmis- og óþolsvaldinum heldur verður heiti hans að koma fram.
Vöruheiti: „Blámar humarhalar“.
Nettóþyngd: Breytileg
Ástæða: Brennisteinsdíoxíð og súlfít, gefið upp sem SO2, í styrk sem er yfir 10 mg/kg, er á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda. Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla.
Sölu- og dreifingaraðili: Blámar ehf., Hraunsvegi 4, 260 Njarðvík
Umbúðir: Plastpokar.
Dreifing: Verslanir Hagkaups og Víðis.
Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir brennisteinsdíoxíði og súlfíti, gefið upp sem SO2, í styrk sem er yfir 10 mg/kg. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir brennisteinsdíoxíði og súlfíti, gefið upp sem SO2, í styrk sem er yfir 10 mg/kg, eru beðnir um að farga henni eða skila til Blámars gegn bótum.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Örlygsdóttir hjá Blámar ehf. í síma 840 0355 eða tölvupóstfangi: kristin@blamar.is
Ítarefni