Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í cantuccini
Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur stöðvað sölu og innkallað af markaði eftirfarandi matvæli:
Vörumerki: Il Balestro.
Vöruheiti: Cantuccini al Cioccolato.
Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Le Logge srl á Ítalíu. Varan er flutt inn til Íslands og dreift af Aðföngum, Skútuvogi 7, 104 Reykjavík.
Auðkenni/skýringartexti: Cantuccini al Cioccolato inniheldur aukefnið E 322 (lesitín) án þess að uppruni þess komi fram á umbúðum vörunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Aðföngum er uppruni lesitínsins úr soja. Sojabaunir og afurðir úr þeim eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda. Ofnæmis- og óþolsvaldar eiga að vera skýrt merktir á umbúðum matvæla.
Laga- /reglugerðarákvæði: 13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum, sbr. og viðauka við reglugerð nr. 631/2010 um breytingu á reglugerð nr. 503/2005. 8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
Áætluð dreifing innanlands: Verslanir Hagkaupa um land allt.
Ítarefni