Vanmerktir súkkulaðihjúpaðir bananabitar
Innkallanir -
08.02.2024
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar neytendur við einni framleiðslulotu af Til hamingju súkkulaðihjúpuðum bönönum sem Nathan & Olsen framleiðir vegna vanmerkinga. Varan getur innihaldið súkkulaðihjúpaðar valhnetur sem er varasamt fyrir þá sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir þeim. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna af markaði.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Til hamingju
- Vöruheiti: Súkkulaðihúðaðir bananar
- Geymsluþol: Best fyrir dagsetning: 04.12.2024
- Nettómagn: 140 g
- Strikamerki: 5690595096806
- Framleiðandi (pökkunaraðili): Nathan & Olsen, Klettagörðum 19, 104 Reykjavík
- Dreifing: Verslanir Krónunnar, Fjarðarkaup, verslanir Samkaupa, Kaupfélag Skagfirðinga og Skaftárskáli (Systrakaffi ehf.).
Neytendum sem keypt hafa vöruna og eru með ofnæmi eða óþol fyrir valhnetum er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni til Nathan & Olsen.