Vanmerkt mjólk í Quinoa snakki
Innkallanir -
09.06.2021
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol við Quinoa Corn Puffs með jalapeno og cheddar bragði frá Eat Real. Snakkið getur innihaldið mjólk en það er ekki upptalið í innihaldslýsingu vörunnar. Innnes ehf. í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa hafið innköllun á vörunni af markaði.
Innköllunin á við um eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vöruheiti: Quinoa Corn Puffs Jalapeno & Cheddar flavour
- Framleiðandi: United Snacks Ltd. fyrir Eat Real
- Þyngd: 113. gr.
- Lotunúmer: Allar lotur
- Strikamerki: 5026489489858
- Framleiðsluland: Bretland
- Dreifing: Bónus og Hagkaup um land allt, Krambúðin, Kjörbúðin og Nettó um land allt, Melabúðin, Verslunin Einar Ólafsson ehf, Iceland Seljabraut, Vesturbergi og Engihjalla, Bláhornið, Bjarnabúð, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Frú Lauga, Hamraborg Ísafirði, Fræið Fjarðarkaup og Verslun Kassans á tímabilinu 23.11.20 – 31.5.2021.
Neytendum sem keypt hafa vöruna geta fargað vörunni eða skilað henni til Innness ehf., Korngörðum 2, 104. Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Inness ehf. í síma 532 4000 eða með tölvupósti ts(hjá)innes.is.
Vakin er athygli á því að þeir sem ekki hafa ofnæmi eða óþol fyrir ofantöldu þurfa ekki að forðast vörurnar.
Ítarefni
- Fréttatilkynning Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur
- Fréttatilkynning Innnes ehf.
- Leiðbeiningar Matvælastofnunnar um merkingu á ofnæmis- og óþolsvöldum
- Listi Matvælastofnunnar um innkallanir
- Neytendavakt Matvælastofnunnar á Facebook