Soja ótilgreint í niðursoðnu svínakjöti
Innkallanir -
19.12.2024
Matvælastofnun varar neytendur með sojaofnæmi við neyslu á einni framleiðslulotu af niðursoðinni svína kjötvöru vegna þess að soja sem varan inniheldur kemur ekki fram í merkingum hennar. SAM ehf hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður.
Innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: Mielonka wieprzowa sterylizowana w konserwie /// Sterilized canned pork mince
- Vörumerki: Sokolów
- Rekjanleiki: 03.03.2026 416A.E
- Framleiðsluland: Pólland
- Dreifing: SAM ehf., Ísafirði
Ítarefni: