Fara í efni

Skordýraleifar og/eða hár í te

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við Shirin rósalaufate frá Íran sem Istanbul market flytur inn frá Hollandi vegna aðskotahluta sem fundust í vörunni. Fyrirtækið hefur innkallað eina framleiðslulotu með aðstoð heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi  Evrópu um matvæli og fóður.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Shirin
  • Vöruheiti: Rósalaufate (Rosa X Damascena / Rosenblätter tea / Rose Leaf Tea)
  • Geymsluþol: Best fyrir dagsetning: 20.12.2022
  • Strikamerki: 8719322002785
  • Nettómagn: 40 g
  • Innflytjandi á EES svæði: All4trade B.V., Hollandi
  • Upprunaland: Íran
  • Innflytandi: Istanbul Market, Grensásvegi 10.
  • Dreifing: Istanbul Market, Grensásvegi 10.

Neytendur sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila
henni gegn endurgreiðslu í verslun Istanbul Market að Grensásvegi 10.

Ítarefni

Fréttatilkynning frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur

Fréttatilkynning frá istanbul Market ehf

 


Getum við bætt efni síðunnar?