Skordýr í sólblómafræjum
Innkallanir -
14.11.2022
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun vekur athygli á innköllun á einni framleiðslulotu af Grön balance sólblómafræjum sem Krónan ehf. flytur inn. Innköllunin er vegna þess að það fannst skordýr í vörunni. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna með aðstoð heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes.
Innköllun á eingöngu við vöru með eftirfarandi best fyrir dagsetningu 08.08.2023.
- Vörumerki: Grön Balance
- Vöruheiti: sólblómafræ
- Framleiðandi: Valsmøllen
- Innflytjandi: Krónan
- Framleiðsluland: Danmörk
- Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað við stofuhita.
- Dreifing: Allar verslanir Krónunnar.
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að skila henni í viðkomandi verslun Krónunnar og fá endurgreitt.