Salmonella í sælgæti
Innkallanir -
13.02.2024
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við neyslu á nokkrum framleiðslulotum af Chalva sezamowa sælgæti sem Mini Market flytur inn vegna salmonellu. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.
Tilkynningin um innköllunina kom í gegnum evrópska hraðviðvörunarkerfið RASFF um hættuleg matvæli og fóður á markaði.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vörumerki: Sultan
- Vöruheiti: Chalwa Sezamowa
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 09.07.2025 og allar eldri dagsetningar
- Nettómagn: 100 g
- Strikamerki: 5907180567512, 5906660133780, 5906660133254, 5906660133247, 5906660133230.
- Framleiðandi (pökkunaraðili): Elis Ali Eski, Póllandi
- Innflytjandi: Mini Market, Drafnarfelli 14, 111 Reykjavík.
- Dreifing: Mini Market
Salmonella getur valdið alvarlegum veikindum hjá ungum börnum og eldra fólki og fólki með undirliggjandi sjúkdóma.
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða fara með hana í verslunina til að fá endurgreiðslu.