Salmonella í nagbeini
|
Við reglubundið eftirlit
Landbúnaðarstofnunar með gæludýrafóðri hefur fjölónæmur stofn af Salmonellu
typhimurium greinst í nagbeini úr svínslegg sem var til sölu í
gæludýraversluninni Tokyo, Hjallabraut 4, Hafnarfirði. Nagbeinin voru innflutt
og hefur um þriðjungur af síðustu
sendingu verið seldur. Í samráði við innflytjanda hafa beinin nú verið tekin úr
sölu og verður fargað. Salmonella typhimurium getur valdið sýkingum í dýrum og
í fólki.
|
Gæludýraeigendur sem kunna að
hafa undir höndum umrædd nagbein úr svínslegg eru því hvattir til að skila þeim
í verslunina Tokyo eða farga þeim með öruggum hætti. |