Fara í efni

Salmonella í kjúklingi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur framleiðslulotum af kjúklingi frá Matfugli ehf. vegna grun um salmonellusmit. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna og  sent út fréttatilkynningu. 

Innköllunin á einungis við eftirtaldar framleiðslulotur:

  • Vöruheiti: Ali, Bónus
  • Lotunúmer/tegundir/pökkunardagar: 011-23-17-5-64 og 011-23-17-6-64 (heill kjúklingur, bringur, lundir, lærakjöt, bitar), pökkunardagur 01.06.2023 - 02.06.2023
  • Framleiðandi: Matfugl ehf., Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ
  • Dreifing: Bónusverslanir og Krónuverslanir

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent að neyta hennar ekki en eru beðnir að skila vörunni til viðkomandi verslunar eða beint til Matfugls ehf., Völuteigi 2, Mosfellsbæ.

Ítarefni:


Getum við bætt efni síðunnar?