Salmonella í HUSK vörum frá Orkla - uppfært
Uppfært 27.04.21 kl. 13:50: Varan Fiber Husk til glutenfri kost 100% Naturlig til baksturs (300g) var einnig flutt inn af E. Bridde. E. Bridde innkallar af markaði allar lotur og best fyrir dagsetningar (strikamerki: 5707657020010). Parlogis ehf. sá um dreifinguna. Ástæða innköllunarinnar er grunur um salmonellu í vörunni. Framleiðandi vörunnar er fyrirtækið Orkla Health AS.
Dreifing: Apótek Vesturlands ehf, Lyfja lyfjaútibú á Seyðisfirði, Heilsuhúsið Kringlunni, Heilsuhúsið Lágmúla (Lyfja) og Heilsuhúsið Akureyri.
-----------------------------------------------
Uppfært 23.04.21 kl. 14:55: Matvælastofnun hefur fengið staðfestingu frá RASFF viðvörunarkerfi Evrópu um að eftirfarandi HUSK PSYLLIUM vörur, fluttar til Íslands af E. Bridde ehf. fram til ársins 2018 og þá til sölu hérlendis, falli einnig undir innköllun. Fyrirtækið Orkla innkallar allar HUSK PSYLLIUM vörur í varúðarskyni, þ.m.t. eldri framleiðslulotur. Vörurnar eru með gildistíma fram til september 2021 og kunna að finnast heima hjá neytendum. Forðast skal neyslu þeirra.
Vara | Framleiðslulota | Best fyrir dagsetning |
HUSK PSYLLIUM hylki 225 stk. | 118181 | 30.4.2021 |
HUSK PSYLLIUM hylki 225 stk. | 160181 | 30.6.2021 |
HUSK PSYLLIUM hylki 225 stk. | 161181 | 30.6.2021 |
HUSK PSYLLIUM hylki 225 stk. | 212181 | 31.7.2021 |
HUSK PSYLLIUM duft 200g | 480057 | 31.8.2021 |
HUSK PSYLLIUM duft 450g | 478333 | 30.6.2021 |
HUSK PSYLLIUM duft 450g | 480058 | 30.9.2021 |
-----------------------------------------------
Uppfært 19.04.21 kl. 14:43: Ein vara hefur bæst við innköllun HUSK frá fyrirtækinu Orkla vegna hættu á salmonellu. Allar framleiðslulotur af glútenfría bökunarefninu Fiber Husk eru innkallaðar. Fiber Husk var til sölu í Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðakróki.
Mynd af HUSK vörunum sem voru til sölu og eru innkallaðar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga.
----------------------------------------------
Uppfært 17.04.21 kl. 11:55 - Dreifing: Innkallaðar vörur voru til sölu í verslun Lyfjavers á Suðurlandsbraut, netverslun Lyfjavers og Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Ekki er vitað um frekari dreifingu innanlands að svo stöddu en áfram er unnið að öflun upplýsinga um dreifingu.
Vöruheiti:
- HUSK Náttúrulegar trefjar, duft (Naturlig fiber)
- HUSK Náttúrulegar trefjar, hylki (Naturlig fiber)
- HUSK Trefjar + Mjólkursýrugerlar, duft (Naturlig fiber + Melkesyre bakterier)
- HUSK Trefjar + Mjólkursýrugerlar (Naturlig fiber + Melkesyre bakterier)
- HUSK Magebalanse
- HUSK Psyllium Mavebalance
- HUSK Psyllium Froskaller
Allar lotur eru innkallaðar. Sjá nánari upplýsingar um vörur í fréttatilkynningu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
---------------------------------------------------
Frétt 16.04.21 kl. 11:20:
Matvælastofnun varar við neyslu á HUSK PSYLLIUM FROSKALLER og HUSK PSYLLIUM MAVEBALANCE trefjahylkjum og -dufti frá fyrirtækinu Orkla Care. Salmonella hefur greinst í vörunum og má rekja þrjú dauðsföll og fjölda sýkinga í Danmörku til neyslu þeirra.
Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga vinna áfram að öflun upplýsinga um dreifingu til Íslands. Vörurnar hafa verið fluttar til landsins og eru fáanlegar m.a. í apotekum. Innköllun stendur yfir á öllum lotum. Full dreifing liggur ekki fyrir á þessari stundu en nánari upplýsingar verða birtar um leið og þær liggja fyrir.
Ítarefni
Uppfært 27.04.21 kl. 13:50
Uppfært 23.04.21 kl. 14:55
Uppfært 19.04.21 kl. 11:43
Uppfært 17.04.21 kl. 12:15
Uppfært 17.04.21 kl. 11:55