Fara í efni

Sælgæti ekki vegan í páskeggi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar þá sem hafa keypt Freyju páskegg nr. 6 vegan vegna þess að sælgæti (hlaup) inn í eggjunum eru ekki vegan. Freyja Sælgætisgerð hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) stöðvað sölu og innkallað Dökk vegan Sælkera páskegg nr. 6 vegna þessa.

Einungis er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslu:

  • Vörumerki: Freyja
  • Vöruheiti: Dökkt vegan sælkera páskaegg.
  • Geymsluþol: Allar dagsetningar
  • Nettómagn: 340g
  • Strikamerki: 5690545004202
  • Framleiðandi: Freyja sælgætisgerð, Kársnesbraut 102-104
  • Dreifing: Verslanir um allt land

Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna geta skilað í verslunina þar sem hún var keypt henni gegn fullri endurgreiðslu. Varan er ekki hættuleg til neyslu en fyrir mistök eru innihaldsefni í sælgætinu sem eru inni í eggjunum úr dýraríki eins og gelatín og karmín.

Ítarefni:

 

 


Getum við bætt efni síðunnar?