Fara í efni

Ómerkt sinnep í Graflax

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir sinnepsfræjum við Graflax frá Fisherman.  Laxinn inniheldur sinnepsfræ án þess að þess sé getið í innihaldslista vörunnar.

Fisherman innkallar hina vanmerktu vöru af markaði, í samráði við Matvælastofnun.

Innköllunin á við um eftirfarandi lotu/framleiðsludagsetningu og vörur með best fyrir dagsetningu fyrir 20.7.2021:

  • Vörumerki: Fisherman
  • Vöruheiti: Graflax
  • Framleiðandi: Fisherman ehf.
  • Framleiðsluland: Ísland
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 1551 / 20.07.21
  • Geymsluskilyrði: 0-4°C
  • Dreifing: Verslanir Nettó, Iceland, Hagkaup, Krambúðin og Kjörbúðin

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki ef þeir hafa ofnæmi eða óþol fyrir sinnepsfræjum og hafa samband við Fisherman til að fá endurgreiðslu.  Vakin er athygli á því að þeir sem ekki hafa ofnæmi eða óþol fyrir sinnepsfræjum þurfa ekki að forðast vöruna.

Graflax

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?