Fara í efni

Ólöglegt varnarefni í prótein brauðmjöli

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við Foodspring Protein Bread mjöli. Mjölið inniheldur varnarefnið etýlen oxíð sem er ekki leyfilegt í matvælaframleiðslu í Evrópu. Fyrirtækið RJR ehf. sem flytur inn vöruna, hefur innkallað hana með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar, Garðarbæjar og Kópavogs.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vörurnar í gegnum RASFF evrópska viðvörunarkerfið um matvæli og fóður og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.

Innköllunin á við um allar framleiðslulotur og best fyrir dagsetningar:

  • Vörumerki: Foodspring
  • Vöruheiti: Protein Bread
  • Strikanúmer: 4260363480963
  • Nettó magn: 230g
  • Best fyrir: Allar dagsetningar
  • Framleiðsluland: Indland
  • Dreifingaraðili: RJR ehf.
  • Dreifing: Sportvörur Dalvegi, Hagkaup Garðabæ, Hagkaup Kringlunni og Hagkaup Skeifunni.

Brauðblanda

Þeim sem keypt hafa vöruna er bent á að skila henni í viðkomandi verslun. Nánari upplýsingar á netfanginu stefanlogi hjá sportvorur.is og í síma 544-4140. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?