Fara í efni

Uppfært - Ólöglegt varnarefni í núðlum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Uppfært-Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Instant Noodles Pancit Canton Chili sem fyrirtækin Filipino Store ehf., Víetnam market ehf. og Kina Panda efh. fluttu inn. Varnarefnið etýlen oxíð fannst í vörunni en það er ólöglegt að nota það við matvælaframleiðslu. Fyrirtækin hafa innkallað núðlurnar í samráði við heilbrigðiseftirlitin.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Lucky Me!
  • Vöruheiti: Instant Noodles Pancit Canton Chili
  • Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 27/07/2022
  • Strikamerki: 4807770271229
  • Framleiðandi: Mobde Nissin Thailand Co. LTD.
  • Framleiðsluland: Tæland.
  • Innflytjandi: Filipino Store ehf., Víetnam market ehf. og Kina Panda ehf.
  • Dreifing: Verslun Filipino Store, Langarima 23, og í vefverslun www.filipino.is. Einnig í verslunum Víetnam market ehf. og Kina Panda ehf.

núðlur

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í verslun þar sem hún var keypt.

Ítarefni

 

 


Getum við bætt efni síðunnar?