Fara í efni

Ólöglegt varnarefni í kryddblöndu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Lumpiang Shanghai Mix – Fried springroll seasoning mix kryddblöndu sem fyrirtækið Dai Phat Trading inc ehf. flytur inn. Varnarefnið etýlen oxíð fannst í vörunni en það er óheimilt að nota það í matvælaframleiðslu í Evrópu. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Tilkynning um vöruna barst til Matvælastofnunar í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Mama Sita‘s
  • Vöruheiti: Lumpiang Shanghai Mix – Fried springroll seasoning mix
  • Best fyrir dagsetning: 22.11.2022
  • Strikamerki: 4804888804998
  • Nettómagn: 40g
  • Framleiðandi: Marigold Manufacturing Corporation
  • Framleiðsluland: Filippseyjar
  • Innflytandi: Dai Phat Trading inc. ehf., Faxafeni 14, 108 Reykjavík.
  • Dreifing: Oriental Super Market (Dai Phat Trading inc ehf.), Faxafeni 14, 108 Reykjavík.

kryddblanda
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í verslun Dai Phat gegn endurgreiðslu.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?